Flottar fréttir fljótlega

Vertu í sambandi.....

madihome  

madihome notar hefðbundnar byggingaraðferðir og staðlað efni í smíði á nýstárlegum, fellanlegum einingahúsum og skapar þannig hagkvæm hágæða íbúðarrými á skjótan og auðveldan hátt. Þar sem húsin eru endingargóð og jarðskjálftaþolin eru þau fullkomin lausn fyrir hvers kyns aðstæður, hvort heldur sem íbúðarhús, sumarhús eða viðlagasjóðshús.

ÞÆGINDI OG SVEIGJANLEIKI

madihome skapar örugg og notaleg rými sem hægt er að stækka, færa til eða breyta eftir þörfum. Rými sem eru hönnuð með einstök þægindi og hagkvæmni í huga en einnig það nýstárleg að auðvelt er að laga þau að fjárhag og væntingum.

FJÖLBREYTNI Í UPPSETNINGU

madihome húsin er hægt að setja upp án steyptrar undirstöðu. Til lengri tíma litið mælum við þó með skrúfuðu undirstöðukerfi/stólpum, sem valda litlu jarðraski og einfalt er að fjarlægja, eða steyptum grunni.
Ef aðstæður breytast þá er mögulegt að brjóta húsið saman og færa það hvert sem þú vilt.

ORKUNÝTIN

madihome í venjulegri útfærslu tilheyra orkuflokki B en auðvelt er að uppfæra þau í flokk A og A++. Með því að bæta við sólarsellum og rafgeymi væri jafnvel hægt að gera húsin enn meira orkusparandi.
Sjálfbærni eða ekki – með madihome er valið þitt.

FRELSI TIL AÐ SKAPA

madihome gefur þér tækifæri til að eignast hús á hagkvæman hátt hvar sem er. Hvort heldur sem er í þéttbýli eða dreifbýli, inn til sveita eða út við sjó, þá er madihome  raunhæfur kostur. Þú setur þinn svip á húsið með því að velja mál og efnivið sem henta þínum þörfum og fjárhagsstöðu.
Það sem meira er – madihome getur verið íbúðarhæft á tveimur dögum sem þýðir aukið frelsi fyrir þig og lægri byggingarkostnað.

ENDALAUSIR MÖGULEIKAR

madihome kerfið býður upp á margar byggingarútfærslur sem ráðast af mismunandi einingum og efni. Misjafnlega stórar einingarnar og möguleikinn á að skeyta þeim saman hlið við hlið býður upp á endalausa valmöguleika og mikla fjölbreytni. Staðlað framleiðsluferlið og samsetning inni á þurru svæði sparar  þar að auki bæði tíma og peninga.

Tveggja herbergja madihome (eitt svefnherbergi) 

Þetta er grunngerðin sem hægt er að nota á fjölmarga vegu og nýta fyrir mismunandi lausnir. Innri málin eru 34 fermetrar.
*Hægt er að bæta við svölum (valkvætt)

cabin.png

Skipulags- og byggingarskilyrði sveitarfélaganna gætu bannað eða takmarkað þá möguleika sem eru í boði varðandi madihome. Vinsamlega kynnið ykkur málið hjá viðkomandi sveitarfélagi áður en þið festið kaup á madihome.

Fjögur rúm Madihome

Samanstendur af opnu rými á báðum hæðum sem eru samtals um 53 fermetrar.
*Hægt er að bæta við baðherbergi á efri hæðinni og einnig svölum (valkvætt)

Skipulags- og byggingarskilyrði sveitarfélaganna gætu bannað eða takmarkað þá möguleika sem eru í boði varðandi madihome. Vinsamlega kynnið ykkur málið hjá viðkomandi sveitarfélagi áður en þið festið kaup á madihome.

Þriggja herbergja madihome (tvö svefnherbergi)

Með tveggja svefnherbergja útfærslunni eru möguleikarnir endalausir. Einfalt er að bæta við fleiri einingum til að stækka bygginguna. Þessi útfærsla er með stærra íbúðarrými og auka herbergi. Innri málin eru 68 fermetrar.
*Hægt er að bæta við baðherbergi á efri hæðinni og einnig svölum (valkvætt)

Skipulags- og byggingarskilyrði sveitarfélaganna gætu bannað eða takmarkað þá möguleika sem eru í boði varðandi madihome. Vinsamlega kynnið ykkur málið hjá viðkomandi sveitarfélagi áður en þið festið kaup á madihome.

Fjögur svefnherbergi madihome

Með þriggja svefnherbergja útfærslunni eru möguleikarnir endalausir. Einfalt er að bæta við fleiri einingum til að stækka bygginguna. Þessi útfærsla er með stærra íbúðarrými og auka svefnherbergi á neðri hæðinni. Innri málin eru 86 fermetrar.
*Hægt er að bæta við baðherbergi á efri hæðinni og einnig svölum (valkvætt)

Skipulags- og byggingarskilyrði sveitarfélaganna gætu bannað eða takmarkað þá möguleika sem eru í boði varðandi madihome. Vinsamlega kynnið ykkur málið hjá viðkomandi sveitarfélagi áður en þið festið kaup á madihome.

 

Draumahúsið bíður

Madihome srl  - Italian Company  - Vat N. IT02265960688 - Via Piano di Sacco, 64 - 65013 Città Sant'Angelo (Pe) - +39 085.9506199 - Italy

 

Madihome is a brand of a prefabricated house patented from Arch. Renato Vidal 

2019 © Copyright Madihome srl - All rights reserved